Skák: Guðmundur Gíslason Íslandsmeistari 50 ára og eldri

Mynd: skak.is

Ísfirski FIDE-meistarinn Guðmundur Gíslason kom sá og sigraði á Íslandsmóti 50 ára og eldri sem fram fór 8. og 9. febrúar. Guðmundur varði titilinn, sem hann vann fyrir 10 árum, sem var í fyrsta og eina skipti sem mótið hefur verið haldið þar til nú.

Guðmundur hlaut átta vinninga í umferðunum níu. Gerði aðeins tvö jafntefli á móti Magnús Pálma Örnólfssyni og gegn Rúnari Sigurpálssyni í lokaumferðinni.

Bolvíkingurinn, Magnús Pálmi , tók einmitt annað sætið og Akureyringurinn Rúnar það þriðja eftir oddastigaútreikning. Landsbyggðarmenn tóku því öll verðlaunasætin!

Jafnir Rúnari í þriðja sæti en með lægri oddastig voru Róbert Lagerman, Ægir Páll Friðbertsson (enn einn Vestfirðingurinn) og Baldur A. Kristinsson.

DEILA