Laugardaginn 10. febrúar klukkan 11:00 verður Siggasvell á Flateyri vígt með pompi og prakt!
Vígsla, diskó og léttar veitingar í boði!
Skautar og annar búnaður er á staðnum og fæst að láni að kostnaðarlausu.
Frítt er á viðburðinn en tekið er á móti frjálsum framlögum á staðnum. Allur ágóði Viðburðarins verður merktur í minningu Sigga Hafberg.
Sigurður Jóhann Hafberg var fæddur 5. janúar árið 1959 og lést þann 11. janúar 2023.
Sigurður bjó á Flateyri allt sitt líf. Hann hét úti gistiþjónustu, kaffihúsi, og kajakleigu auk annarar þjónustu við ferðafólk. Hann starfaði um árabil við sjómennsku og var lengi á togaranum Gylli ÍS.
Í minningargrein um hann sagði sr. Gunnar Björnsson : “ Sigurður var raunar einstakur maður. Vinátta hans var svo traust við þá, sem hann tók tryggð, að kalla mátti öruggan skjólvegg. Hann var aldrei bældur, heldur frjáls og óbundinn í framkomu og máli – og snöggur að taka við sér í ávarpi. Gæddur var hann ríkulegri spauggreind, ávallt glaðhittinn og flínk hermikráka.“