Patreksfjörður: hugmyndir um landfyllingu

Hugmyndir eru uppi um landfyllingu við Vatneyrina á Patreksfirði. Fyrir skipulags- og umhverfisráð hafa verið lagðar frumhugmyndir um ca 2 ha landfyllingu þar sem gert er ráð fyrir íbúðarbyggð, verslun og þjónustu og möguleika á stækkun leikskólalóðar. Innan svæðisins væri mögulegt að koma fyrir allt að 3500 m2 af íbúðarhúsnæði, 1500 m2 af þjónustuhúsnæði og gert er ráð fyrir að reitur fyrir leikskólalóð geti orðið allt að 8300 m2.

Skipulags- og umhverfisráð ákvað að leggja til við bæjarstjórn að farið verði í breytingar á aðalskipulagi samhliða gerð deiliskipulags. Skoða þarf nánar útfærslu landfyllingarinnar og mögulegrar byggðar m.t.t. útivistargildis, ásýndar og byggingarmagns.

Málið er á dagskrá bæjarstjórnarfundar Vesturbyggðar á miðvikudaginn.

DEILA