Ísafjörður: samþykkt að stofna byggingarlóð að Hlíðarvegi 50

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti í síðustu viku að stofna byggingalóð að Híðarvegi 50 í samræmi við mæliblað tæknideildar.

Við grenndarkynningu bárust ábendingar frá eigendum að Hlíðarvegi 48. Þar er bent á að fyrir tuttugu árum hafi íbúðarhús að Hlíðarvegi 51 verið keypt til niðurrifs og til þess að draga úr kostnaði við snjómokstur með því að gera snjósöfnunarsvæði yst í botnlanganum. Með húsbyggingu á lóðinni myndi kostnaður við snjómokstur sækja í fyrra horfs. Þá myndi bílastæðum fækka um helming og af því myndu skapast vandræði. benda bréfritarar á nærliggjandi svæði þar sem megi koma fyrir byggingum og snjósöfnunarsvæði.

Guðmundur M. Kristjánsson, fyrrv. hafnarstjóri hefur sótt um lóðina og hyggst byggja þar einbýlishús og áætlar að geta flutt í fyrirhugað hús á haustmánuðum 2024.

DEILA