Ísafjarðarhöfn: 845 tonnum af bolfiski landað í janúarmánuði

Júlíus Geirmundsson ÍS í Ísafjarðarhöfn í janúar sl. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS landaði 148 tonnum af afurðum í janúar í Ísafjarðarhöfn. Páll Pálsson ÍS ísfisktogari fór 10 veiðiferðir í mánuðinum og landaði samtals 671 tonnum. Loks landaði Pálína Þórunn GK einu sinni í janúar 26 tonnum en hún var á botntrolli.

Norska skipið Silver Bergen kom með frosna úthafsrækju og landaði 936 tonnum írækjuverksmiðjuna Kampa.

DEILA