Ísafjarðarbær: sækja um í Fiskeldissjóð fyrir verkmenntahúsi M.Í.

Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar ræddi í gær á fundi sínum um verkefni sem vinna þarf í sveitarfélaginu og það hyggst sækja um styrk úr Fiskeldissjóði til þess að standa straum af kostnaði.

Auglýst hefur verið eftir umsóknum fyrir þetta ár og eru í sjóðnum 437,2 m.kr. til úthlutunar. Svonefnd fiskeldissveitarfélög geta ein sótt um, en í þeim er stundað fiskeldi í sjókvíum. Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða, þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. 

Í minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs  Ísafjarðarbæjar kemur fram að til skoðunar eru fimm verkefni.

  1. Hafnarstræti Þingeyri „Sameining útrása og hreinsivirki neðst á Þingeyrarodda“ í fjárfestingaráætlun
    er gert ráð fyrir 60 m.kr.- í verkið á árinu 2024
  2. Vatnsveita Ísafjarðar: a. Staðan er sú að þegar tvö skemmtiferðaskip eru í höfn og að taka vatn, ásamt því að það er hefðbundin vinnudagur í vinnslum s.s. Kampa, Dokku, Ísnum og Hampiðju, þá er
    vatnsþrýstingur að falla. Jafnvel þarf að takmarka vatnstöku/sölu til skemmtiferðaskipa. Leiða
    má að því líkum að Hafnir Ísafjarðarbæjar eru ekki að geta fullnægt þörfinni. b. Það eru líkur á að það eigi eftir að bæta í iðnaðinn á svæðinu, mögulega Kerecis, Háafell og HG, eru með hugmyndir um að byggja á Suðurtanga. A.m.k. er verið að vinna það áfram í nýju deiliskipulagi fyrir Suðurtanga. Einnig er líklegt að brunnbátar í fiskeldi þurfi að sækja ferskvatn til þess að meðhöndla laxinn við laxalús, að fisknum verði dælt í gegnum ferskvatnstanka í brunnbátum, eða að vatni er dælt í kvíar.
    Tillaga a: 81,5 m.kr.-
    Tillaga b: 177 m.kr.-
    Tillaga c: 176,5 m.kr.-
  3. Stækkun Sólborgar: Línulegur vöxtur hefur verið í íbúafjölgun, í sveitarfélaginu. Núverandi staða í
    leikskólamálum er sú: Miðað við áframhaldandi íbúaþróun og langtímaspár, má leiða að því líkum að
    staðan eigi eftir að versna. Að biðlistar lengist enn frekar. Leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ var
    byggður eftir sömu teikningu og Sólborg. Upp úr aldamótum var hann stækkaður um 260 fm og liggja
    þær teikningar fyrir og við lauslega athugun kemst sú stækkun fyrir á reitnum við Sólborg.
    Samskonar leikskóli var byggður í Mosfellsbæ, það var leikskólinn Hulduberg. Byggingarkostnaður er
    áætlaður 227 m.kr.- sem er viðmiðunarverð Hannars.
    Mögulega að sækja um fyrir hönnun eða verkefni í heild.
  4. Sundlaugarloft Dægradvöl: Ofan við sundlaug eru um 600 fm. af köldu rými sem mætti skipuleggja
    og hanna sem viðbót við Grunnskólann á Ísafirði og Dægradvöl. Í grófum dráttum má áætla að kostnaður sé um 350 þúsund per fm. . m.v. að koma úr fokheldi í það að vera fullfrágengið. Að
    heildarkostnaður sé um 210 m.kr.-
    Bæjarráð þyrfti að leggja mat á hvort sækja á um í Fiskeldissjóð fyrir hönnun eða verkefni í heild.
    Mögulegur kostnaður við hönnun þ.e. aðaluppdrættir og aðrir séruppdrættir 18,7 m.kr.
  5. Félagsheimili á Þingeyri: Gólfið í hluta hússins er ónýtt og sömuleiðis hluti glugga. Í elsta hluta
    hússins, sem er frá fjórða áratugnum, er gólfið á bitum sem eru farnir að gefa sig og mikið sig komið í gólfið. Undir bitunum er jarðvegur. Heppilegast væri að fjarlægja gólfið í heild sinni og steypa nýja
    plötu með gólfhita, en búið er að setja upp varmadælu við húsið. Sömuleiðis þarf að skipta út 12
    gluggum. Áætlaður kostnaður 15-20 m.kr.-

Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs svarar því til aðspurður til viðbótar verði sótt um styrk til þess að mæta hlut sveitarfélaganna í kostnaði við nýtt verkmenntahús Menntaskólans á Ísafirði. Á næsta bæjarráðsfundi verði lagt fram nýtt minnisblað unnið eftir umræður á fundinum í gær með þessu verkefni inni.

DEILA