Ísafjarðarbær: innviðaráðuneyti hafnaði breytingum á bæjarmálasamþykkt

Í bæjarstjórnarfundi á fimmtudaginn voru afgreiddar breytingar á bæjarmálasamþykkt sveitarfélagsins. Innviðaráðuneytið hafði hafnað þeim breytingum sem gerðar voru í desember sl. að fela bæjarráði að kjósa í stjórnir sem sveitarfélagið hefur aðild að.

Varð því að breyta bæjarmálasamþykktinni á þann veg að fellt var út að bæjarráð veitti umboð til að sækja aðalfundi Fasteigna Ísafjarðar ehf, Melrakkaseturs ehf, Kaplaskjóls ehf og Hvetjanda eignarhaldsfélags.

Er að skilja afgreiðsluna þannig að áfram verði það verkefni bæjarstjórnar að kjósa fulltrúa Ísafjarðarbæjar sem fari með umboð sveitarfélagsins á aðalfundum þessara félaga.

DEILA