Idol stjörnur ættaðar frá Ísafirði

Anna Fanney Kristinsdóttir. Mynd: visir.is/Hulda Margret.

Í gær lauk Idol keppninni á Stöð 2 þar sem þrír söngvarar kepptu til úrslita. Svo vill til eftir því sem ættfræðideild Bæjarins besta kemst næst að tveir af þremur keppendunum eru af ísfirskum ættum.

Sigurvegarinn Anna Fanney Kristinsdóttir Reykvíkingur á skammt að sækja tónlistahæfileikana. A.m.k. tveir föðurbræður hennar eru miklir tónlistarmenn, bræðurnir Hörður og Benedikt Torfasynir. Amma hennar og alnafna var fædd á Ísafirði fyrir réttri öld, 1924. Langamma hennar var Karólína Ágústína Jósepsdóttir, Ísfirðingur í húð og hár.

Jóna Margrét Guðmundsdóttir er Mosfellingur en faðir hennar er barnabarn Guðmundar Guðmundssonar útgerðarmanns á Ísafirði, kenndur við Hrönn. Amma Jónu Margrétar og alnafna er systir Ingibjargar Guðmundsdóttur, söngkonu, sem landsþekkt er.

Mynd: Mosfellingur.

DEILA