Hvað er vestfirska, hvernig lýsir hún sér og hvenær „dó“ hún út?

Fyrir fáeinum árum svaraði Guðrún Kvaran prófessor þessum spurningum á eftirfarandi hátt:

Með vestfirsku er átt við þau málfarslegu atriði sem teljast einkennandi fyrir Vestfirðinga. Þau eru einkum tvö. Annars vegar er um að ræða svokallaðan vestfirskan einhljóðaframburð. Sérstaklega er átt við að sérhljóðin ae og ö eru borin fram sem einhljóð á undan -ng- og -nk- þar sem annars staðar á landinu er vaninn að bera fram tvíhljóð. Dæmi:

langur með -a- en ekki -á-

lengi með -e- en ekki -ei-

töng með –ö– en ekki –au

banki með –a– en ekki –á

skenkja með –e– en ekki –ei

hönk með –ö– en ekki –au

Hins vegar er talað um vestfirska áherslu. Hún felst í því að áherslan liggur á forsetningu en ekki á atviksorði eins og vanalegast er þegar saman fara atviksorð, forsetning og fornafn. Dæmi:

Ég sá ekki framan ‘í hann með áherslu á forsetninguna í þar sem áherslan annars staðar á landinu væri á framan, það er ‘framan í hann.

Einhljóðaframburðurinn virðist samkvæmt rannsóknum á undanhaldi. Hann heyrist þó ennþá nokkuð á Vestfjörðum og í máli fólks sem flutt er brott til annarra staða, einkum eldra fólks. Vestfirska áherslan lifir góðu lífi víðast hvar á Vestfjörðum.

Af visindavefur is

DEILA