Háskóladagurinn á laugardag

Háskóli Íslands býður öllum áhugasömum að heimsækja háskólasvæðið á Háskóladaginn 2024 sem fram fer 2. mars milli klukkan 12 og 15. Þar verður hægt að kynna sér yfir 400 námsleiðir í grunn- og framhaldsnámi sem í boði eru innan háskólans. Auk námskynninga verða kynningar á fjölbreyttri starfsemi og þjónustu sem stúdentum í námi við Háskóla Íslands stendur til boða. 

Háskóladagurinn er samstarfsverkefni allra háskóla á landinu og er ómissandi fyrir mörg sem hyggja á háskólanám enda frábært tækifæri til að spjalla við vísindamenn, kennara og nemendur um allt sem viðkemur mögulegu námi í framtíðinni. Öll áhugasöm eru hvött til að mæta og kynna sér námsframboð og þjónustu háskólanna.

Háskóladagurinn er samstarfsverkefni allra háskólanna á landinu og Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri verða með námskynningar á 1. hæð á Háskólatorgi. Háskólinn á Bifröst, Háskólinn í Reykjavík og Listaháskóli Íslands verða einnig á 1. hæð á Háskólatorgi. Auk þess verður HR með námskynningu í eigin húsakynnum við Öskjuhlíð og LHÍ í eigin húsakynnum á Laugarnesvegi.

Á Ísafirði verður sérstök kynning í Menntaskólanum á Torfnesi 13. mars kl. 12:30-14:00

DEILA