Grímsey : uppboð var 2014

Sýslumaðurinn á Hólmavík bauð upp 0,3611% eignarhlut í eyjunni Grímsey á Steingrímsfirði fastanúmer 141757 þann 4. apríl 2014. Kaupandi var Guðmundur R. Guðmundsson Drangsnesi og greiddi hann 950.000 kr. fyrir eignina. Tilboðinu var tekið þann 16. apríl sama ár og segir í nauðungarsöluafsali, sem dags. er 28. júlí 2014, að Guðmundur sé „hér með réttur og löglegur eigandi framangreindrar eignar.“

Þetta kemur fram í svari sýslumannsins á Vestfjörðum við fyrirspurn Bæjarins besta.

Verðmæti eyjunna væri 263 m.kr. á verðlagi ársins 2014 ef öll eyjan færi á sama verði.

Fjármálaráðherra, sem jafnframt er alþingismaður kjördæmisins, hefur fyrir hönd ríkisins krafist þess fyrir Óbyggðanefnd að eyjan Grímsey verði lýst þjóðlenda þar sem eyjan sé ekki eignarland.

DEILA