Franska kvikmyndahátíðin verður haldin á Ísafirði dagana 9. – 11. febrúar. Sýndar verða fjórar myndir að þessu sinni, þar af ein teiknimynd fyrir alla fjölskylduna sem hlotið hefur mikið lof. Seldir verða hátíðarpassar með góðum afslætti sem gilda á allar myndirnar á hátíðinni. Einnig verður hægt að kaupa miða á stakar sýningar.
Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Ísafjarðarbíó, Franska sendiráðið, Alliance Francaise og Bíó Paradís.
Franski sendiherrann á Íslandi Guillaume Bazard opnar hátíðina kl. 17 föstudaginn 9. febrúar og býður gestum upp á léttar veitingar.
Nánar um myndirnar á facebook-síðu Ísafjarðarbíós: Ísafjarðar Bíó | Ísafjörður
