Fjórar vikur fjögur ráð

Út er komin bókin Fjórar vikur fjögur ráð sem getur breytt lífi þínu á fjórum vikum.

Þjáist þú af sykurfíkn og síþreytu og hefur mikla þörf fyrir snarl milli mála?
Vaknar þú upp um miðjar nætur með dynjandi hjartslátt?
Finnst þér þú stundum vera með heilaþoku?

Meirihluti fólks glímir við miklar blóðsykurssveiflur sem hafa veruleg áhrif á heilsu og daglega líðan. Flest okkar hafa ekki hugmynd um hvað veldur þessum óþægindum.

Þessi bók leysir þig úr vítahring blóðsykrusrússíbananas.

Jessue Inchauspé, Glúkósagyðjan eina sanna sem er með þrjár milljónir fylgjenda á Instagram (@glucosegoddess), er lífefnafræðingur og höfundur metsölubókarinnar Blóðsykursbyltingin. Þar fjallaði hún um mikilvægi blóðsykursins fyrir heilsuna og kynnti hollráð til að halda sveiflum hans í skefjum.

Þessi bók breytir lífi þínu á aðeins fjórum vikum. Hún sýnir skref fyrir skref hvernig má hafa áhrif á blóðsykurinn til hins betra og bæta bæði líkamlega og andlega heilsu til muna. Meira en hundrað auðveldar og girnilegar uppskriftir eru í bókinni og ótal dæmi um hvernig best er að beita hollráðum Glúkósagyðjunnar svo þau verði ómissandi hluti af nýjum lífsstíl.

DEILA