Bolludagur í dag – Maskadagur

Bolludagurinn er í dag og eflaust margir sem kaupa sér bakaðar og tilbúnar bollur. Strax á föstudaginn voru bollur til sölu í sumum búðum.

Þessi girnilega bolla var keypt í Krambúðinni í Búðardal, en hún var ekki aveg ókeypis, kostaði 949 kr.

Í gær mátti fá bollur á Ísafirði í bakaríinu fyrir um 660 kr stykkið.

Bolludagurinn er talinn hafa borist til landsins frá Danmörku á síðari hluta 19. aldar. Upphaflega var siðurinn að slá köttinn úr tunninni og síðar að flengja með bolluvendi og fá bollur í staðinn.

Á Ísafirði, Bolungarvík og nágrenni hélst sá siður að strákar klæddu sig upp og gengu í hús með leik, söng og betli líkt og krakkar gera á öskudaginn. Þar heitir þessi dagur Maskadagur. 

DEILA