Að upplifa áfall – afleiðingar og úrræði

Dr. Sigrún Sigurðardóttir

Fimmtudagur 8. febrúar 2024 kl. 18:00-21:00 verður námskeiðinu í Fræðslumiðstöð Vestfjarða þar sem Dr. Sigrún Sigurðardóttir prófessor við Háskólann á Akureyri er með fyrirlestur og svarar fyrirspurnum um áföll og ofbeldi, afleiðingar og úrræði.

Afleiðingar áfalla geta fylgt fólki í langan tíma, stundum út lífið, og komið fram á ýmsan hátt.  

Á þessu námskeiðinu er skoðað hvað gerist í lífi og líkama við áföll og hvaða leiða er hægt að leita til að ná bata og vellíðan.

Fjallað verður um:

  • Áföll og erfiða upplifun, skilgreiningar og einkenni.
  • Afleiðingar áfalla og erfiðra upplifana á heilsufar og líðan.
  • Kveikjur og endurminnignar áfalla sem trufla lífið í dag.
  • Mismunandi leiðir til bata, hefðbundnar og óhefðbundnar
DEILA