12 hnútar eru veggspjöld sem Samgöngustofa hefur látið gerað um öryggismál á sjó.
Á árunum 2017-2021 varð ekkert banaslys á sjó og sömuleiðis hefur slysum til sjós fækkað á síðustu árum. Öflug fræðsla, aukin öryggismenning og þátttaka atvinnugreinarinnar hefur þar mikil áhrif.
Enn verða þó slys og óhöpp þar sem litlu má muna að alvarlegar afleiðingar hljótist af.
Veggspjöldin 12 hnútar miða að því að auka vitund og umræðu yfir tólf algenga þætti sem geta leitt til slysa eða atvika til sjós, með það að markmiði að því að fækka þeim og auka vitund og umræðu um öryggismál sjófarenda.