Vesturbyggð – Íbúum gefst kostur á lækkun sorphirðugjalda

Ráðhúsið í Vesturbyggð.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur samþykkt breytingar á gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs sem miða að því að auka sveigjanleika og möguleika íbúa á að lækka kostnað vegna meðhöndlunar úrgangs.  

Við álagn­ingu gjalda vegna meðhöndl­unar úrgangs á árinu 2023 voru innleiddar ýmsar breyt­ingar á gjald­skrá Vest­ur­byggðar svo gjald­skráin tæki mið af breyt­ingum á lögum um meðhöndlun úrgangs. Sveit­ar­fé­lögum er nú óheimilt að greiða niður meðhöndlun úrgangs og ber að innheimta sem næst raunkostnaði.

Helstu breytingar sem samþykktar hafa verið eru: 

  • Íbúum gefst kostur á að sækja um minna ílát fyrir almennt sorp, 120l í stað 240l ílát. 
  • Íbúar í fjölbýlishúsum, parhúsum og eigendur að samliggjandi eignum gefst kostur á að sameinast um sorpílát.  
  • Íbúar með heimajarðgerð geta sótt um að fá felld niður gjöld á íláti fyrir lífrænan úrgang gegn því að sýna fram á aðstöðu til heimajarðgerðar.  

Gjaldská og frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Vesturbyggar.

DEILA