Menningar- og viðskiptaáðherra úthlutaði þann 23. janúar úr safnasjóðs alls 176.335.000 kr.
Úthlutun fór fram í Safnahúsinu við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni þar sem styrkþegar tóku á móti viðurkenningarskjölum.
Í aðalúthlutun safnasjóðs 2024 bárust sjóðnum alls 150 umsóknir frá 49 aðilum að heildarupphæð rúmar 312 milljónir króna fyrir árið 2024. Veittir voru 107 styrkir til eins árs að heildarupphæð 166.335.000 kr. til 46 styrkþega og tvær öndvegisumsóknir fá auk þess styrk fyrir árið 2024.
Ráðherra úthlutar styrkjum úr safnasjóði að fengnum tillögum safnaráðs.
Úthlutunin úr safnasjóði var haldin í kjölfar Ársfundar höfuðsafnanna þriggja, Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands og Náttúruminjasafns Íslands ásamt safnaráði í Safnahúsinu við Hverfisgötu.
Úthlutaðir styrkir til Vestfjarða eru eftirfarandi:
Öndvegisstyrkur 2023-2025
Byggðasafn Vestfjarða
Endurskoðun grunnsýningar
2.500.000
Sauðfjársetur á Ströndum
„Oní kassa og upp í hillu“ – varðveisla safnkostsins
c. Varðveisla
1.800.000
Sauðfjársetur á Ströndum
Viðburðadagskrá: Ull verður gull
e. Miðlun – önnur
1.200.000
Minjasafn Egils Ólafssonar
Forvarsla textíla 2024
c. Varðveisla
1.200.000
Byggðasafn Vestfjarða
Endurnýjun ljósa og öryggiskerfis í varðveislurými
i. Efling grunnstarfsemi (ath – reglur um rekstrarstyrki)
1.000.000
Byggðasafn Vestfjarða
Saga kaupstaðar – Neðstikaupstaður í fortíð og nútíð