Suðureyri: 4.110 tonna afli á síðasta ári

Einar Guðnason ÍS. Mynd: Suðureyrarhöfn.

Alls bárust 4.110 tonn af botnfiski að landi í Suðureyrarhöfn á síðasta ári samkvæmt yfirliti Fiskistofu. Athyglisvert að eingöngu var um veiðar með öngli að ræða, línuveiðar, handfæri og sjóstangveiði.

Fjórir bátar voru á línuveiðum. Aflahæstir þeirra voru Einar Guðnason ÍS sem landaði 2.250 tonn á árinu og Hrefna ÍS aflaði 877 tonnum.

Strandveiðibátar á handfærum lönduðu nærri 400 tonnum í Suðureyrarhöfn í sumar.

DEILA