Sigmundur Þórðarson Þingeyri fékk hvatningaverðlaun íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar fyrir óeigingjarnt og ötult starf um áratugaskeið í þágu íþrótta, sérstaklega á Þingeyri. Athöfnin fór fram á Logni á Hótel Ísafirði á laugardaginn.
Efnilegustu íþróttamenn ársins 2023 voru útnefnd þau Maria Kozak í bogfimideild Skotís og Sverrir Bjarki Svavarsson í blakdeild Vestra.

Efnilegustu íþróttamenn ársins 2023 Maria Kozak til hægri og systir Sverris tók við viðurkenningunni fyrir hans hönd og er til vinstri. Lengst til hægri er Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri hjá Ísafjarðarbæ.
Þessi voru tilnefnd sem efnilegasta íþróttafólkið:
Anna Magnea Rafnsdóttir, Skíðafélagi Ísfirðinga, snjóbrettadeild
Axel Vilji Bragason, handknattleiksdeild Harðar
Bríet Emma Freysdóttir, Skíðafélagi Ísfirðinga, alpagrein
Dagný Emma Kristinsdóttir, körfuknattleiksdeild Vestra
Dagný Emma Kristinsdóttir, Skíðafélagi Ísfirðinga, skíðaganga
Grétar Nökkvi Traustason, Golfklúbbi Ísafjarðar
Grétar Smári Samúelsson, Skíðafélagi Ísfirðinga, skíðaganga
Guðrún Helga Sigurðardóttir, lyftingadeild Vestra
Hjálmar Helgi Jakobsson, körfuknattleiksdeild Vestra
Ísar Logi Ágústsson, Skíðafélagi Ísfirðinga, snjóbrettadeild
Karen Rós Valsdóttir, Skotís, skotfimideild
Maria Kozak, Skotís, bogfimideild
Patrekur Bjarni Snorrason, knattspyrnudeild Vestra
Svala Katrín Birkisdóttir, knattspyrnudeild Vestra
Sverrir Bjarki Svavarsson, blakdeild Vestra

Þessi voru tilnefnd sem íþróttamaður ársins:
Axel Sveinsson, handknattleiksdeild Harðar, tilnefndur af handknattleiksdeild Harðar
Ásgeir Óli Kristjánsson, Golfklúbbi Ísafjarðar, tilnefndur af Golfklúbbi Ísafjarðar
Elmar Atli Garðarsson, knattspyrnudeild Vestra, tilnefndur af bæjarbúa
Dagur Benediktsson, Skíðafélagi Ísfirðinga, tilnefndur af Skíðafélagi Ísfirðinga
Gustav Kjeldsen, knattspyrnudeild Vestra, tilnefndur af knattspyrnudeild Vestra
Leifur Bremnes, Skotís, tilnefndur af Skotís
Sigrún Betanía Kristjánsdóttir, knattspyrnudeild Vestra, tilnefnd af knattspyrnudeild Vestra
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, körfuknattleiksdeild Vestra, tilnefndur af körfuknattleiksdeild Vestra
Sólveig Pálsdóttir, Golfklúbbi Ísafjarðar, tilnefnd af Golfklúbbi Ísafjarðar
Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir, blakdeild Vestra, tilnefnd af blakdeild Vestra