Landssambands veiðifélaga: engin svör

Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri landssambands veiðifélaga.

Engin svör hafa borist frá Gunnari Erni Petersen, framkvæmdastjóra landssambands veiðifélaga um rökstuðning fyrir ásökunum hans um vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum til þess að rannsaka kæru Mast á Arctic Fish vegna slysasleppingar eldislaxa úr kví í Patreksfirði í ágúst sl.

Gunnar Örn sagði í fréttum Stöðvar 2 30. desember sl að „Í þessu tilfelli hafa stjórnendur líka mjög mikið pólitískt afl á bakvið sig og slíkt getur náttúrulega valdið vanhæfi“. Þá sagði hann ennfremur að það hefði sýnt erlendis „að samfélög sem lenda undir hælnum á svona stórum fyrirtækjum verða að nokkru leyti lömuð þar sem embættismenn og íbúar samfélaganna þora ekki að stíga upp á móti fyrirtækjunum og stjórn þeirra.“

Ásakanirnar endurtók Gunnar Örn 4. janúar, einnig í fréttum Stöðvar 2.

Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum hafnaði því í svari við fyrirspurn Bæjarins besta að hafa verið beittur pólitíski afli: „Arctic Fish hefur ekki reynt að beita mig eða aðra starfsmenn embættisins pólitísku afli, hvorki í þessu máli né öðrum.“

DEILA