Kraftur – selur armbönd til styrktar ungi fólki með krabbamein

Frá samkomunni í Hörpu í gær. Mynd: aðsend.

Í gær stóð Kraftur, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, fyrir fjáröflunar- og vitundarvakningu í Hörpunni í Reykjavík. Á annað þúsund  manns komu saman og perluðu ný armbönd sem nefnast Lífið er núna.

„Öll Lífið er núna armböndin eru perluð af sjálfboðaliðum og það tókst frábærlega vel til í Hörpu það var algjörlega metþátttaka og samkenndin á svæðinu var einstök. Við náðum að perla 3581 armbönd en við verðum einnig með viðburði á Akureyri, Neskaupstað, Höfn og víðar á meðan á átakinu okkar stendur en því lýkur 12. febrúar. Hægt verður að nálgast upplýsingar um aðra perluviðburði inn á vefnum okkar www.lifidernuna.is og auðvitað kaupa armbandið sem er ein helsta fjáröflun Krafts,“ sagði Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts eftir viðburðinn.

Arnar Sveinn Geirsson, varaformaður Krafts, gaf líka Hildi og Ágústu HIlmarsdætrum einum af stofnendum Krafts sérstakt viðhafnararmband í tilefni þess að Kraftur fagnar í ár 25 ára afmæli. Móðir Arnar Sveins var ein af þeim sem kom að stofnun Krafts ásamt systrunum og því var þetta alveg einstakt augnablik en hún lést úr krabbameini þegar Arnar var einungis 11 ára. 

þegar Arnar var einungis 11 ára.  Yfirskrift fjáröflunarátaks og vitundarvakningu Krafts í ár er Vertu perla – Berðu Lífið er núna armbandið og vísar það til þess að með því að bera armbandið sé fólk að sýna stuðning með ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum.

Um 70 ungir einstaklingar greinast með krabbamein á ári hverju.

DEILA