KLIFUR ER NÝJASTA SPORTIÐ Á ÍSAFIRÐI

„Klifur er ekki síður andleg þjálfun en líkamleg. Við klifur notar fólk í raun flesta sína vöðva, sem gerir þessa íþrótt mjög hentuga til að halda sér í góðu formi. Síðan þarf útsjónarsemi, þolimæði, frumleika og oft þor og áræðni til að ná markmiðum sínum,“ segir Björgvin Hilmarsson, sem flutti með fjölskyldu sinni á Ísafjörð haustið 2019 og þá einungis til að búa þar einn vetur. 

„Það endaði svo með að við ílengdumst. Dætur okkar, 8 og 13 ára, eru báðar að klifra á fullu og ég var sjálfur mikið með þær í Klifurhúsinu í Reykjavík áður en við fluttum. Þær sögðu að það eina sem vantaði á Ísafjörð væri inniklifuraðstaða,“ segir Björgvin, sem fór strax í að skoða möguleikana fyrir klifur á Ísafirði.

Þetta kemur fram í viðtalið við Björgvin í nýjasta tölublaði Skinfaxa, tímariti UMFÍ.

Blaðið er aðgengilegt í íþróttahúsum og sundlaugum og sent til áskrifenda. Blaðið er líka aðgengilegt á miðlum UMFÍ.

Rafræn útgáfa Skinfaxa er mjög aðgengileg og gott að lesa blaðið bæði á umfi.is og issuu.

Lesa Skinfaxa á umfi.is

Lesa Skinfaxa á issuu.com

DEILA