Ísafjarðarbær: styrkja þorrablót á Flateyri

Frá Stútungi fyrir nokkrum árum. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt styrkbeiðni frá Stútungsnefnd, dags. 17. janúar 2024, þar sem óskað er eftir styrk vegna þorrablótsins. Styrkupphæðin nemur kr. 284.010, sem er upphæð vegna leigu á íþróttahúsinu á Flateyri og leigu á sviði og stólum sem eru í eigu Ísafjarðarbæjar.

Auk þess samþykkti bæjarráð að veita styrk fyrir flutningi á búnaði eftir atvikum, en sá kostnaður er talinn vera 50 – 60 þúsund krónur.

Magnús E. Magnússon, bæjarfulltrúi , sem sótti um styrkinn fyrr hönd Stútungsnefndarinnar á Flateyri í fyrra sagði þá í svari við fyrirspurn Bæjarins besta um það hvers vegna sótt var um styrk til Ísafjarðarbæjar, að „það er löng hefð að Ísafjarðarbær felli niður leiguna á íþróttahúsinu og búnað. Því sótti stútungsnefnd um þennan styrk.“

DEILA