Ísafjarðarbær: Fasteignagjöld 967 m.kr

Fasteignamat sem framkvæmt er af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hækkaði um 14,2% í Ísafjarðarbæ frá árinu 2023.

Ef fasteignamat íbúðarhúsnæðis er skoðað eftir byggðakjörnum þá hækkaði fasteignamatið mest í sérbýli á Þingeyri um 41% og á Flateyri um 34%.

Hlutfall fasteignaskatts lækkar á íbúðarhúsnæði árið 2024 og verður 0,54% af hús- og lóðarmati. 

Hlutfall fasteignaskatts af öðrum fasteignum verður áfram 1,65% af hús- og lóðarmati.

Heildarhækkun tekna vegna fasteignagjalda árið 2023 er 8,54% miðað við tekjur ársins 2022. Fasteignagjöld 2024 eru áætluð 967 m.kr.

Elli- og örorkulífeyrisþegum er veittur afsláttur af fasteignaskatti og holræsagjaldi vegna íbúða þeirra til eigin nota. Afslátturinn er að hámarki 100.000 kr. og er tekjutengdur. Forsendur eru sóttar í gegnum vefþjónustu RSK og byggist á tekjum þar síðasta árs. Ekki þarf að sækja um afsláttinn sérstaklega enda er hann tilgreindur á álagningarseðli hjá þeim sem falla undir reglurnar.

DEILA