Elmar Atli Garðarson frá knattspyrnudeild Vestra var í dag valinn íþróttamaður ársins í Ísafjarðarbæ í athöfn sem íþrótta- og tómstundanefnd stóð fyrir. Elmar Atli er fyrirliði knattspyrnuliðs Vestra sem vann sér sæti í efstu deild í knattspyrnu með eftirminnilegri frammistöðu síðastliðið sumar.
Veittur var verðlaunagripur, styrkur frá Ísafjarðarbæ og peningaverðlaun frá Arctic Fish.
Veitingasalurinn Lognið á Hótel Ísafirði var þéttsetinn íþróttafólki og aðstandendum.
Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.