Dýpkun Ísafjarðarhafnar: viðræður við hollenskt fyrirtæki

Hilmar Lyngmó hafnarstjóri.

Viðræður standa yfir af hálfu Vegagerðarinnar og Ísafjarðarhafnavið hollenskt fyrirtæki um að það taki að sér að dýpkun á Ísafirði. Hilmar Lyngmó, hafnarstjóri sagðist í samtali við Bæjarins besta vonast til að samningar takist og að dýpkun Sundahafnarinnar yrði lokið fyrir vorið.

Vegagerðin hefur samið við Björgun um dýpkunina en skip þess Álfsnesið hefur ítrekað verið kallað suður úr dýpkun á Ísafirði til þess að þjónusta Landeyjarhöfn. Verkið hefur dregist von úr viti og í fyrra varð það til þess að Ísafjarðarhöfn varð af um 150 m.kr. tekjum þar sem nýr viðlegukantur í Sundahöfn var ekki tilbúinn. Að óbreyttu gæti það leit til þess að Ísafjarðarhöfn yrði af svipuðum tekjum á þessu ári.

Hilmar segir að enn sé eftir um fjórðungur til þriðjungur af heildarverkinu, um 150 þúsund rúmmetrum, þar af eftir eigi að dýpka í Sundahöfninni og fjarlægja um 50 þúsund rúmmetra. Þá verða Sundin bæði dýpkuð og breikkuð og þar er talið að fjárlægja þurfi þar um 100 þúsund rúmmetra af sandi.

Hilmar Lyngmó sagðist vonast til þess að hollenska fyrirtækið yrði fengið til þess a.m.k. að ljúka Sundahöfninni og það gæti verið um 10 daga vinna, en tók þó fram að nokkur óvissa væri í því mati. Því verki yrði lokið fyrir vorið áður en skemmtiferðaskipin fara að koma.

DEILA