Dynjandisheiði: ásþungi hækkar í 10 tonn

Vegagerðin tilkynnti í gær að ásþungi á Dynjandisheiði hefði verið hækkaður í 7 tonnum í 10 tonn. Á öðrum vegum á Vestfjörðum var leyfður ásþungi 10 tonn svo þar verður engin breyting á.

Í gærkvöldi var færð góð á vegum og opið norður í Árneshrepp. Hálkublettir í Barðastrandarsýslu og á heiðunum, Dynjandisheiði og Steingrímsfjarðarheiði en hálka norðan Steingrímsfjarðar.

DEILA