Bolungavík: Flosi Valgeir Jakobsson íþróttamaður ársins

Frá athöfninni í gær. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fræðslumála- og æskulýðsráð Bolungavíkur tilkynnti á laugardaginn um val á íþróttamanni ársins í Bolungavík í hófi sem haldið var í Félagsheimili Bolungavíkur.

Það var Karitas S. Ingimarsdóttir  sem sagði frá því að Flosi Valgeir Jakobsson hefði orðið fyrir valinu , en hann var tilnefndur af Golfklúbbi Bolungavíkur. Flosi Valgeir var í liði Golflúbbsins sem vann sig upp um deild í liðakeppni golfklúbba á landinu ásíðasta ári.

Aðrir sem tilnefndir voru

Hestamananfélagið Gnýr tilnefndi Hugrúnu Emblu Sigmundsdóttur

Körfuboltadeild Vestra tilnefndi Jóhönnu Wiktoríu Harðardóttur

Knattspyrnudeild Vestra, meistaraflokkur tilnefndi Guðmund Pál Einarsson

Skíðafélag Ísfirðinga tilnefndi Mattías Breka Birgisson

Öll fengu þau viðurkenningar fyrir ástundun og góðan árangur hvert í sinni íþrótt.

DEILA