Arnarlax fær gæðavottun á matvælaöryggi

Björn Hembre forstjóri Arnarlax.

Arnarlax hefur fengið AA+ einkunn í fyrstu BRC vottun fyrirtækisins. BRC vottun er samþykkt af GFSI (Global Food Safety Initiative) sem þýðir að ferlar í vinnslu standast gæða- og matvælaöryggiskröfur á alþjóðlegum vettvangi.

Frá þessu er greint í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins.

Vottunin er svonefnd ótilkynnt, sem þýðir að úttektaraðili kemur fyrirvaralaust í heimsókn. Fyrirtækið þarf því að vera tilbúið til úttektar hvenær sem er.

Um einkunnina segir Arnarlax: „Einkunnin AA+ er mikið hrós til okkar duglega og metnaðarfulla starfsfólks sem er alltaf einbeitt í því að ná framúrskarandi árangri á hverjum einasta degi.“

Vottunin þýði að „Viðskiptavinir geta treyst því að hér er laxinn okkar unnin á sem bestan hátt með gæði og matvælaöryggi í fyrirrúmi frá því að laxinn kemur inn til vinnslu og þangað til að hann er kominn til viðskiptavinar.“

DEILA