430 m.kr. ofanflóðvarnir fyrir atvinnuhúsnæði í Hnífsdal

Í skýrslu Veðurstofu Íslands frá október 2023 er lagt mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað
vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi. Meðal byggðarlaga sem tekin eru til mats er Hnífsdalur.

Í sunnanverður dalnum er, stórt séð, efsta húsaröðin á C-svæði. Þar er snjóflóðahætta ráðandi.

Ekki hafa verið reist varnarvirki fyrir byggðina í sunnanverðum dalnum en ráðgert er að ljúka frumhönnun varna fyrir árslok 2023 segir í skýrslunni. Þar er gert ráð fyrir að verja ytri hluta byggðar með upptakastoðvirkjum og innri hlutann með þvergarði. Innan C-svæðisins er, auk íbúðarhúsa, leikskóli (sem er ekki nýttur sem slíkur) og fiskvinnsluhús á Leiti. Þau hús verða varin með fyrirhuguðum vörnum.

Undir Búðarfjalli, í norðanverðum dalnum, er stærstur hluti byggðar á C-svæði. Snjóflóðahætta er ráðandi. Íbúðarhúsin sem þar voru hafa verið keypt upp að undanskildu íbúðarhúsi á Hrauni. Eftir standa sjö íbúðarhús sem ekki má nýta á vetrum. Innan C-svæðis í norðanverðum dalnum eru tvö atvinnuhús á C-svæði: Félagsheimili og hluti verkstæðis við Hólavallagötu. Sambyggt því er björgunarsveitarhús á B-svæði.

Tillaga að vörnum fyrir atvinnusvæði

Lagt er til í skýrslunni að verja félagsheimilið og verkstæði með fleyg ofan við félagsheimilið, með nokkuð
mildu leiðihorni. Líklega þarf einnig að reisa stuttan leiðigarð við verkstæðið til þess að tryggja fulla virkni. Auk þess að verja atvinnuhúsnæðið myndu þessar varnir verja fimm íbúðarhús og slökkvistöð á B-svæði. Kostnaður við varnirnar er meiri en brunabótamat eignanna á C-svæði en minna en samanlagt verðmæti eigna á B- og C-svæði.

Tafla 5. Samantekt á verðmæti atvinnuhúsa og kostnaði við tillögur að vörnum í Hnífsdal.
Brunabótamat húsa á C-svæði 290 m.kr.
Brunabótamat varinna húsa á C-svæði 290 m.kr.
Brunabótamat varinna húsa á B-svæði 340 m.kr.
Kostnaðarmat varna 430 m.kr.

DEILA