21 m.kr. til Vestfjarða vegna farsældarlaga

Frá leikskólanum Sólborg á Ísafirði.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur úthlutað 1.078 m.kr. til sveitarfélaga til að mæta kostnaði sveitarfélaga vegna samþættingar á þjónustu í þágu farsældar barna á árinu 2024.

Úthlutunin byggir á fjórum forsendum sem allar hafa jafnt vægi:

  1. Fjöldi barna í hverju sveitarfélagi.
  2. Fjöldi barna með stuðning í leik- og grunnskóla.
  3. Fjöldi barna á lágtekjuheimilum.
  4. Fjöldi barna af erlendum uppruna.

Framlögin verða enduráætluð í mars 2024 þegar uppfærð gögn berast frá Hagstofu Íslands um fjölda barna á lágtekjuheimilum vegna tekna ársins 2022 og uppfærslu á fjölda barna með stuðning í leik- og grunnskólum.

Hæsta framlagið fær Reykjavíkurborg 405 m.kr., þá Kópavogur 103 m.kr. og Hafnarfjarðarkaupstaður 93 m.kr. Garðabær og Akureyri fá 45 m.kr. hvort sveitarfélag.

Til sveitarfélaga á Vestfjörðum er úthlutað 21,3 m.kr. sem skiptist þannig milli þeirra:

Lög um samþætting þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt í júní 2021 og segir í fyrstu grein laganna að lögum þessum er ætlað að stuðla að farsæld barna og að meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.

Um ábyrgð ráðherra segir að þeir ráðherrar sem bera ábyrgð á þjónustu í þágu farsældar barna skulu vinna með virkum hætti að markmiðum laga þessara. Þá skuli sveitarfélög skipa svæðisbundin farsældarráð sem eru vettvangur fyrir svæðisbundið samráð um farsæld barna.

Barna- og fjölskyldustofu er falin verkefni á þessu svo svo og Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.

DEILA