Í dag – 21. desember 2023 – eru 90 ár liðin frá stofnun Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri. Félagið var stofnað á 50 manna fundi í -gamla barnaskólanum- þann 21. desember 1933. Verkalýðsfélagið Skjöldur hélt glæsilega upp á 50 ára afmæli félagsins þann 8. október 1983.
Í framhaldi þess var gefið út veglegt afmælisrit með 50 ára sögu félagsins. Hjörtur Hjálmarsson og Björn Ingi Bjarnason höfðu veg og vanda af þeirri útgáfu. Í afmælisritinu var m.a. stjórnarmannatal félagsins þessi 50 ár með myndum. Þegar Skjöldur varð 70 ára var tekið saman stjórnarmannatal til 2002 og birt í Ársriti Önfirðingafélagsins í Reykjavík allt stjórnarmannatalið 1933 – 2002. Verkalýðsfélagið Skjöldur varð félagsaðili að Verkalýðsfélagi Vestfirðingar árið 2002.
Formenn Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flateyri 1933 – 2002 :
Friðrik Hafberg 1933 – 1934, 1939 -1958
Jón Magnússon 1935
Halldór Vigfússon 1936 – 1938
Hermann Björn Kristjánsson 1959
Einar J. Hafberg 1960 – 1963
Kristján Vigfús Jóhannesson 1963 – 1967, 1968 – 1970
Benedikt Vagn Gunnarsson 1967 – 1968
Guðvarður Kjartansson 1970 -1971
HendrikTausen 1971 – 1980
Björn E. Hafberg 1980 – 1981
Björn Ingi Bjarnason 1981 – 1984
Gunnar Valdimarsson 1985 – 1987
Jón Guðjónsson 1987 -1989
Sigurður Þorsteinsson 1989 – 1995
Guðmundur Jón Sigurðsson 1996 – 1997
Ágústa Guðmundsdóttir 1997 – 2002