Tónlistarhátíðin við Djúpið notar vetrarsólstöður, sem voru í vikunni til þess að minna á að næst þegar sólin er í þann mund að ná eins hátt og hún kemst verður næsta tónlistarhátíðin Við Djúpið.
Strax á nýju ári verður kynnt fyrsti hluti dagskrár hátíðarinnar sem fram fer dagana 17.–22. júní á Ísafirði.
Á Instagram hafa verið birtar myndir sem teknar voru á Ísafirði á hátíðinni í sumar, þegar sólin tók sér aldrei frí og var varla horfin bakvið fjöllin þegar hún hóf að skína á þau handan fjarðarins.
