Skemmtiferðaskip: tekjur innlendra þjónustuaðila áætlaðar 52 milljarðar króna í ár

Glæra frá fyrirlestri Jóhanns Viðars.

Eftir öflun upplýsinga frá helstu þjónustuaðilum skemmtiferðaskipanna innanlands um eigin tekjur þeirra á þessu ári af viðskiptum við skipin áætlar Ferðamálastofa að beinar tekjur stærstu innlendu þjónustuaðila af skipunum að hafa numið í kringum 52 milljörðum kr. án vsk. á árinu 2023.  

Þar til viðbótar koma opinberar tekjur, s.s. af virðisaukaskatti og vitagjöldum, og sala minni þjónustuaðila hringinn í kringum landið til skipanna og farþega þeirra, á kosti, afþreyingu, veitingum o.fl.

Þetta kom fram í erindi Jóhanns Viðars Ívarssonar, Ferðamálastofu á kynningarfundi sem haldinn var í síðustu viku.

Ferðamálastofa segir varfærið mat á tekjum íslenskra flugfélaga af því að fljúga skiptifarþegum skipanna til og frá landinu, að þær hafi numið um 4 milljörðum kr. Tekjur komuhafna skipanna hafi numið rúmlega 3 milljörðum kr., olíufélaganna af eldsneytissölu um 15 milljörðum kr. og að stærstu ferðaskrifstofurnar og umboðsfyrirtækin sem þjónusta skipin hafi haft um 11 milljarða.kr. án vsk. í tekjur í ár af þessum viðskiptum. 

Ferðamálstofa segir að þetta sé í fyrsta sinn sem reynt er að leggja mat á heildartekjur innlendra lykilaðila af komum skemmtiferðaskipa hingað til lands. Meginforsendur þess eru m.a. könnun sem Rannsóknamiðstöð ferðamála vann fyrir Faxaflóahafnir í sumar, að forgöngu Ferðamálastofu, um eyðslu farþega skipanna, og greining Ferðamálastofu á tekjum helstu hagsmunaaðila hér innanlands.

Greining á tekjum flugfélaga

Um helmingur farþega með erlendu skemmtiferðaskipunum koma fljúgandi til landsins og sigla með skipunum innanlandsog fara svo einnig með flugi. Eru þeir nefndir skiptifarþegar.

DEILA