Örvar SH 777 fær nafnið Núp­ur BA 69

Nýr bát­ur í út­gerð Odda hf. á Pat­reks­firði, sem fær nafnið Núp­ur BA 69, kom til heima­hafn­ar á laug­ar­dag.

 „Við setj­um bát­inn í okk­ar liti og merkj­um upp á nýtt strax þegar veður leyf­ir,“ sagði Skjöld­ur Pálma­son fram­kvæmda­stjóri Odda í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Núp­ur er tæp­lega 690 brútt­ót­onn, 43,2 metra lang­ur og smíðaður í Nor­egi árið 1992. Bát­ur­inn er sér­bú­inn til veiða á línu.

Eldra skipið með sama nafni sem var smíðað  árið 1976 í Póllandi og er 237 rúmlestir að stærð fer nú á söluskrá.

DEILA