Önundarfjörður: ÍS47 ehf fær leyfi til laxeldis

Aldan ÍS47 við bryggju á Flateyri. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Matvælastofnun hefur fallist á breytingu á rekstrarleyfi sem ÍS47 ehf hefur haft til eldis á regnbogasilungi og þorski í Önundarfirði fyrir 1.000 tonna hámarkslífmassa á eldi. Leyfið var gefið út 8. janúar 2021. Fyrirtækið fær nú leyfi til að ala frjóan lax en leyfi fyrir þorski fellur niður. Hámarkslífmassi og staðsetningar eldissvæða verða óbreytt, en eldisskilyrði breytast í samræmi við tilkomu frjós lax í rekstrarleyfið.

Gildistími rekstrarleyfanna helst óbreyttur og er til 8. janúar 2036.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun á mast@mast.is.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 12. janúar 2024.

DEILA