Mótmæli gegn laxeldi á Austurvelli: laxarnir voru frá Hafrannsóknarstofnun

Frá mótmælunum á Austurvelli. Mynd: visir.is

Á Austurvelli í Reykjavík fóru fram mótmæli þann 7. október sl gegn sjókvíaeldi og var komið með dauða laxa, sem taldir eru eldislaxar og þeir notaðir til þess að leggja áherslu á kröfu mótmælenda. Á myndum af löxunum mátti sjá að þeir höfðu verið skornir líkt og fiskar sem sýni voru tekin úr hjá Hafrannsóknarstofnun og þau send til greiningar á uppruna.

Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun staðfestir í svari við fyrirspurn Bæjarins besta að fiskarnir hefðu verið fengnir hjá Hafnrannsóknarstofnun.

Hann segir að Landssamband veiðifélaga, einn aðstandenda mótmælafundarins, hafi beðið um að fá afhenta meinta eldisfiska úr Blöndu og Hrútafjarðará, sem hefðu komið til stofnunarinnar til rannsókna. „Við vorum ekki tilbúin til þess að og gáfum afsvar við þeirri beiðni. Þá fengum við kröfu frá LV sem vitnaði til 26. greinar laga nr, 61/2006 um lax- og silungsveiði. Sjá gult hér að neðan. Vegna þessa töldum að við  að við gætum ekki staðið gegn þeirri kröfu samanber þá lagagrein.“

Í umræddir málsgrein 26. greinar laganna segir: „Handhafa veiðiskírteinis er ekki heimilt að hagnýta sér í eigin þágu þann fisk sem veiddur er í vísindaskyni. Veiðiréttarhafa er heimilt að hagnýta sér aflann, en ber að öðru leyti ekki endurgjald vegna slíkrar veiði.“

  

DEILA