MÍ: 32 nemendur brautskráðir

Miðvikudaginn 20. desember fór fram brautskráning frá Menntaskólanum á Ísafirði. Athöfnin fór fram í Ísafjarðarkirkju og var henni jafnframt streymt af Viðburðastofu Vestfjarða.

Á haustönn voru 448 nemendur skráðir í nám við skólann. Alls voru 184 nemendur í dagskóla og þar af 57 nýnemar. Aðrir nemendur stunduðu dreifnám eða fjarnám. Yngsti nemandinn er 14 ára og sá elsti 65 ára. Margir nemendur eru með annan tungumála- og menningarbakgrunn en íslenskan og í dagskóla er hlutfall þeirra 25%. Um helmingur dagskólanemenda skólans stundar nám á starfs- eða verknámsbrautum og er það svipað hlutfall og undanfarnar annir.

Alls brautskráðust 32 nemendur frá skólanum að þessu sinni. Af þeim voru 5  dagskólanemendur, 16 dreifnámsnemendur og 11 nemendur í fjarnámi með MÍ sem heimaskóla.

Nemendurnir 32 útskrifuðust af 13 námsbrautum:

  • 1 nemandi úr grunnnámi rafiðngreina 
  • 6 nemendur úr húsasmíði
  • 3 nemendur úr iðnmeistaranámi 
  • 1 nemandi af sjúkraliðabraut
  • 1 nemandi af sjúkraliðabrú
  • 1 nemandi af skipstjórnarbraut A 
  • 3 nemendur af skipstjórnarbraut B
  • 1 nemandi úr stálsmíðanámi 
  • 1 nemandi með viðbótarnám við smáskipanám 
  • 18 nemendur með stúdentspróf (4 af félagsvísindabraut, 1 af náttúruvísindabraut, 8 af opinni stúdentsbraut og 4 með stúdentspróf af fagbraut) 
     

Fimm nemendur fengu verðlaun við brautskráninguna:

Baldur Freyr Gylfason hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í grunnnámi rafiðna.

Fríða Ástdís Steingrímsdóttur hlaut verðlaun fyrir seiglu í námi.

Jón Karl Ngosanthiah Karlsson hlaut verðlaun fyrir góða þátttöku í félagsstörfum.

Lára Ósk Pétursdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur.

Roberta Soparaite hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í húsasmíðanámi.

Skólameistari er Heiðrún Tryggvadóttir.

DEILA