Margrét II Danadrottning segir af sér

Margrét II Danadrottining. Mynd: DR/KELD NAVNTOFT, Scanpix

Margrét Þórhildur II Danadrotting tilkynnti rétt í þessu að hún myndi láta af embætti þann 14. janúar næstkomandi, en þá verða liðin rétt 52 ár síðan hún tók við að föður sínum látnum, Friðrík IX.

Sonur hennar og ríkisarfi Friðrik krónprins mun verða konungur Dana frá þeim tíma.

Hún sagði í áramótaávarpi sínu í danska ríkissjónvarpinu að aldurinn væri farin að segja til sín og nú væri rétti tíminn til þess að næsta kynslóð taki við.

DEILA