Ísfirðingur með myndlistarsýningu í Helsinki

Hulda Leifsdóttir,myndlistarmaður.

Ísfirðingurinn Hulda Leifsdóttir, sem býr í Rauma í Finnlandi opnaði um helgina myndlistarsýninguna Eldur og ís í Galleria Käytävä sem er í sendiráði Íslands í Helsinki í Finnlandi. Sýningin verður opin til 7. janúar á næsta ári. Um er að ræða sölusýningu. Þau sem vilja koma og sjá sýninguna geta hringt í sendiherrabústaðinum og samið um tíma til að koma á staðinn.

Við sama tækifæri var Tapio Koivukari, sem margir Vestfirðingar þekkja , með ljóðalestur og kynnti ljóðabók sína „Innifirði“.

Loks var sama dag haldið jólaball hjá Íslendingafélaginu ogsungið og dansað í kringum jólatréð. Sendiherra Íslands er Harald Aspelund sem á ættir sínar til Ísafjarðar.

Hjónin Hulda Leifsdóttir og Tapio Koivukari.

Ísfirðingurinn Hulda Leifsdóttir og Bolvíkingurinn Rögnvaldur K. Kristinsson.

Hulda ásamt sendiherrahjónunum Harald Aspelund og Ásthildi Björg Jónsdóttur.

Dansað var í kringum jólatréð í viðeigandi klæðnaði.

DEILA