Ísafjörður: samstöðufundur með Palestínu á Silfurtorgi

Á sunnudaginn var efnt til samstöðufundar með Palestínu á Silfurtorgi á Ísafirði. Ræðumenn voru Hanin Al-Saedi og Eiríkur Örn Norðdahl. „Góður fjöldi fólks var samankominn og var grimmdarverkum  Ísraelshers mótmælt og þess krafist að alþjóðsamfélagið virði líf og mannréttindi Palestínufólks.“ að sögn aðstandenda fundarins. 

Fundinum lauk með flugdrekagjörningi með sjö flugdrekum þar sem hver hafði sína merkingu og vísaði til fjölda þeirra sem hafa látist og slasast og skemmda á heimilum og stofnunum.

Myndir: Matthildur Helgadóttir Jónudóttir.

DEILA