Ísafjörður: Lionsskatan tilbúin

Lionsklúbburinn á Ísafirði hefur verkað skötu í áratugi.

Eins og mörg undandarin ár stendur Lionsklúbburinn á Ísafirði fyrir skötusölu sem félagar í klúbbnum verka.

Í kringum jólaleytið er skötuát tengt Þorláksmessunni, en í bókinni Íslenskir þjóðhættir segir svo frá að upphaflega hafi einnig verið Þorláksmessa um sumar. Voru báðir hátíðisdagar tengdir Þorláki Þórhallssyni, fyrrum Skálholtsbiskups, sem var útnefndur heilagur maður árið 1198. 

Mikið tilstand var og er vegna jólanna og þótti við hæfi að borða sem lélegastan mat daginn fyrir jólin til þess að hafa viðbrigðin sem mest er að jólamatnum kæmi. Var skatan með sinn rýra kost því tilvalin, en einnig hafa verið nefnd mörbjúgu eða soðinn harðfiskur sem dæmi – og vildu margir hella örlitlu hangiketsfloti yfir, til bragðbætis.

Fjöldi fólks er í árlegri áskrift að Lionsskötunni frá Ísafirði og er selt um land allt.

Þeir sem vilja panta skötu er bent á að hafa samband við Kristján Pálsson í síma 8957171.

DEILA