Ísafjarðarbær: tvær nefndir sameinaðar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. mynd: isafjordur.is

Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á morgun verður til afgreiðslu tillaga um að sameina tvær nefndir, fræðslunefnd annars vegar og hins vegar íþrótta- og tómstundanefnd. Einnig liggur fyrir tillaga um það hverjir verða kosnir í hina sameinuðu nefnd.

Forseti bæjarstjórnar leggur til að þessi verði kosin:

Finney Rakel Árnadóttir, Í-listi, formaður,
Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir, Í-listi, varaformaður,
Þórir Guðmundsson, Í-listi, aðalfulltrúi,
Eyþór Bjarnason, D-listi, aðalfulltrúi,
Elísabet Samúelsdóttir, B-listi, aðalfulltrúi,

Magnús Einar Magnússon, Í-listi, varafulltrúi,
Jónína Eyja Þórðardóttir, Í-listi, varafulltrúi,
Wojciech Wielgosz, Í-listi, varafulltrúi,
Þóra Marý Arnórsdóttir, D-listi, varafulltrúi,
Halldór Karl Valsson, B-listi, varafulltrúi.

starfshópur um leikskóla

Einnig er á dagskrá að kjósa í starfshóp um málefni leikskóla. Þar er tillaga forseta bæjarstjórnar þessi:

Finney Rakel Árnadóttir, fulltrúi úr fræðslunefnd,
Nanný Arna Guðmundsdóttir, fulltrúi úr fræðslunefnd,
Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjórnandi,
Hildur Sólmundsdóttir, leikskólakennari,
Sigríður Brynja Friðriksdóttir, fulltrúi ófaglærðra starfsmanna.

DEILA