Ísafjarðarbær: skrefagjald tekið eftir 10 metra

Í síðustu viku samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar breytingu á samþykkt um meðhöndlun úrgangs. Gerð var sú breyting að skrefagjald verður tekið fyrir söfnun úrgangs ef draga þarf ílát lengra en 10 metra. Áður var miðað við 15 metra.

Markmið samþykktarinnar er að stuðla að því að meðhöndlun úrgangs í Ísafjarðarbæ valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið, stuðli að endurnotkun og endurnýtingu, lágmörkun kostnaðar samfélagsins og góðri þjónustu við íbúa segir í upphafi hennar.

Samkvæmt gjaldskránni er gjald fyrir sorpílát með innra hólfi 50% hærra ef ílát er meira en 10 metra frá hirðubíl og sama fyrir blandaðan úrgang.

Þannig er gjaldið fyrir blandaðan úrgangur með innra hólfi fyrir lífrænan úrgang, 240 lítra 25.700 kr. innan 10 metranna en 38.550 kr. ef lengra er en 10 metrar.

Fyrir blandaðan úrgang 240 litra er gjaldið 33.500 kr. og 50.250 kr. með skrefagjaldinu.

DEILA