Ísafjarðarbær: leigir geymsluhúsnæði fyrir söfn

Ísafjarðarbær hefur tekið á leigu húsnæði að Sindragötu 11 Ísafirði fyrir héraðsskjalasafn, ljósmyndasafn og listasafn. Leigutími eru 10 ár og hefst um næstu áramót. Hið leigða húsnæði er áætlað 338 fermetrar í sérrými á 2. hæð. Eigandi er Sundatangi ehf.

Leigugjaldið skal vera 1350 kr. pr. m2 á mánuði, eða alls kr. 496.800, m.v. vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í mars 2023, sem er 569,4 stig og breytist það mánaðarlega í samræmi við breytingar á vísitölunni. Við mánaðarlega leigufjárhæð bætist virðisaukaskattur.

Auk leigugjaldsins greiðir leigutaki hlutdeild í hita og rafmagnskostnaði, fyrir hið leigða húsnæði, eftir atvikum samkvæmt mæli eða fermetrum. Leitgutaki greiðir fyrir þrif og ræstingu, snjómokstur og umhirðu lóðar við anddyri hússins, sé þess óskað. Einnig uppsetningu og rekstur öryggis og brunaviðvörunarkerfis og loftræsikerfis.

Leigusali skal annast allt viðhald utanhúss svo og á gleri, þaki, burðarvirki og lögnum í samræmi við ákvæði húsaleigulaga.

Samningurinn fer fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

DEILA