Heiðrún GK 505

Heiðrún GK 505 ex Heiðrún ÍS 4. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Heiðrún GK 505 lætur hér úr höfn á Húsavík áleiðis á rækjumiðin út af Norðurlandi.

Heiðrún, sem var 294 brl. að stærð, var smíðuð árið 1978 í Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar h/f á Ísafirði fyrir Völustein h/f í Bolungarvík. Togarinn var búinn 1450 hestafla Alpha aðalvél.

Njörður h/f í Sandgerði keypti Heiðrúnu ÍS 4 haustið 1997 og fékk hún í framhaldinu einkennisstafina GK og númerið 505.

Það var svo í desember 1999 að Heiðrún GK 505 var, ásamt Þór Péturssyni GK 504, seld til Grundarfjarðar. Í byrjun árs 2000 fékk hún nafnið Ingimundur SH 335. Kaupandinn Guðmundur Runólfsson h/f.

Í mars 2004 greinir Morgunblaðið frá því að Guðmundur Svavarsson útgerðarmaður hafi keypt Ingimund SH 335. Togarinn fékk nafnið Skúmir HF 177 og hét því nafni þegar hann var seldur til Rússlands árið 2006. Reyndar hélt hann því nafni í Rússlandi.

Af vefsíðunni skipamyndir.com

DEILA