Gjögur: hrun vitans hefur ekki áhrif á flug

Vitinn fallinn saman. Mynd: Jón G. Guðjónsson.

Gjögurviti féll á föstudaginn samkvæmt því sem Jón G. Guðjónsson í Ávík upplýsti á fréttavefnum Litli Hjalli. Vitinn var reistur 1921 og var því liðlega aldargamall og var um 24 metra hár.

Hörður Guðmundsson flugmaður segir að vitinn hafi verið fyrir sjófarendur og að annar viti, radioviti sé fyrir flugið. Það verði því engin áhrif á flug þótt vitinn hafi fallið saman.

Jón G. Guðjónsson telur að ryð hafi orðið vitanum að falli og yfirmenn hjá Vegagerðinni hafi verið látnir vita af ástandinu en ekki brugðist við.

Gjögurviti 2014. Mynd: Jón Jónsson.

DEILA