Forsætisráðuneytið skipar Strandanefnd

Frá Hólmavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Forsætirráðuneytið hefur ákveðið að skipa sérstaka nefnd um byggðaþróun í Strandasýslu. Tildrögin eru þau að oddvitar sveitarfélaganna á Ströndum leituðu til ráðuneytisins og Vestfjarðarstofu um að skipa nefnd um málefni Stranda. Verkefni nefndarinnar felst í tillögugerð um hvernig megi efla byggðaþróun m.a. með tilliti til fjárfestinga, atvinnuframboðs- og tækifæra á svæðinu. Nefndin verður skipuð fulltrúum sveitarfélaganna á Ströndum, Byggðastofnunar, Fjórðungssambands Vestfirðinga og sérfræðingum frá forsætisráðuneyti og innviðaráðuneyti.

Sveitarstjórn Strandabyggðar ákvað á fundi sínum á þriðjudaginn að skipa sveitarstjórnarmennina  Þorgeir Pálsson og Hlíf Hrólfsdóttir í nefndina.

DEILA