Bernskubrek á Suðureyri 1950-1960

Út er komin bókin Bernskubrek á Suðureyri 1950-1960 sem er byggð á sönnum sögum af fimm vinkonum sem ólust upp á Suðureyri á sjöunda áratug seinustu aldar.

Í Covid faraldrinum rifjuðu þær vinkonurnar upp það sem var þeim minnisstæðast frá þessum árum.

Sögurnar eru bæði skemmtilegar og varpa ljósi á hvernig börn léku sér áður fyrr og getur varpað ljósi á menningu og lífsstíl eldri kynslóða.

Á hverri síðu eru fallegar myndir málaðar af G. Gyðu Halldórsdóttur en það er Kristín Valgerður Ólafsdóttir sem safnaði sögunum saman og skrásetti.

Bókin er einnig gefin út á ensku og er það hugsað fyrir ferðafólk sem heimsækja Suðureyri.

DEILA